Vindarnir eru ósýnilegir en verk þeirra eru öllum augljós og við finnum þegar þeir koma. Eins er það með sál mannsins, sem á meiri hlutdeild í guðdóminum en nokkur annar mannlegur hlutur; hún ríkir greinilega innra með okkur en sést ekki sjálf.
Eftir að heimspekingurinn Sókrates kvaddi hið jarðneska líf reis upp hreyfing manna sem vildu halda nafni hans á lofti. Í þeim hópi var Xenófon Aþeningur, nemandi og vinur Sókratesar, sem safnaði saman sögum, samræðum, spakmælum og tilsvörum síns gamla kennara. Markmið hans var þó ekki síður að verjast og svara þeim óréttlátu sakargiftum sem höfðu leitt til þess að Sókrates hlaut dauðadóm.
Minningar um Sókrates er safnrit þar sem brugðið er upp myndum af hinum víðkunna spekingi og hans fjölbreyttu hugðarefnum. Þessi merka bók var um langt skeið álitin vera ein traustasta heimildin úr fornöld um Sókrates og hugmyndaheim hans.
Hjalti Snær Ægisson þýddi, með hliðsjón af skólaþýðingu eftir Sveinbjörn Egilsson.
Verð: 4.500 kr.
Minningar um Sókrates fæst í Bóksölu stúdenta en einnig er hægt að kaupa hana með því að fylgja þessum leiðbeiningum:
Bókin verður síðan send á heimilisfang kaupanda ásamt reikningi. Heimsending er ókeypis innanlands. Fyrir sendingar til útlanda bætist við póstkostnaður, nánari upplýsingar fást hjá útgefanda.