Borgum duga hvorki borgarmúrar, orustuskip né skipasmíðastöðvar til þess að njóta farsældar, og ekki heldur auður eða mannfjöldi, ef dyggðin er fjarri.
Alkíbíades er ungur og upprennandi leiðtogi í aþenskum stjórnmálum. Daginn sem hann ætlar sér að ávarpa þingið í fyrsta sinn hittir hann heimspekinginn Sókrates á förnum vegi og þeir taka tal saman. Fjölmargt ber á góma í samtalinu, enda er Sókratesi fátt mannlegt óviðkomandi. Áður en dagurinn er á enda verður Alkíbíadesi ljóst að hann þarf að endurmeta ýmislegt sem hann taldi sig vita með fullri vissu.
Alkíbíades fjallar um réttlætið, sálina og undirstöður þekkingarinnar. Öldum saman var þessi snjalla samræða oft tilnefnd sem besti byrjunarreiturinn í heimspeki Platons.
Hjalti Snær Ægisson þýddi.
Verð: 4.500 kr.
Alkíbíades fæst í Bóksölu stúdenta en einnig er hægt að kaupa hana með því að fylgja þessum leiðbeiningum:
Bókin verður síðan send á heimilisfang kaupanda ásamt reikningi. Heimsending er ókeypis innanlands. Fyrir sendingar til útlanda bætist við póstkostnaður, nánari upplýsingar fást hjá útgefanda.